Super Premium gæludýrafóður

Framleitt í Þýskalandi

Hágæða innihaldsefni

Josera gæðatryggingin

Í yfir 70 ár hefur Josera verið þýskt, meðalstórt fjölskyldufyrirtæki frá Odenwald sem sérfræðingur í fyrsta flokks gæludýrafóðri.  Í gegnum árin hefur Josera staðið fyrir sjálfbærum aðgerðum í þágu starfsmanna, viðskiptavina og umhverfisins.

Með Josera gæludýrafóðri getur þú verið viss: Við erum sérfræðingar í fyrsta flokks gæludýrafóðri með meira en 75 ára reynslu og sérþekkingu. Ef þú velur að fóðra gæludýrið þitt með vörunum okkar, þá færðu fóður sem er búið til af ástríðu. Þessi orð draga saman skuldbindingu okkar og loforð um gæði Super Premium uppskriftanna, en eftir þeim búum við til hágæðanæringu fyrir hundana þína og kettina. Fjölbreytt vöruúrval okkar sér ferfættu vinum þínum fyrir hágæðanæringu á öllum æviskeiðum. Sjáðu það það sjálf(ur).

Vöruþróun - aðeins það besta fyrir gæludýrið þitt

Hágæðafóður þarf ekki aðeins að bragðast vel, það þarf líka að vera auðmeltanlegt og mæta þörfum gæludýrsins þíns. Teymi næringarfræðinga og sérfræðinga vinnur að því að þróa hágæðauppskriftir fyrir vörurnar okkar, byggt á nýjustu upplýsingum. Sérfræðingarnir okkar eru alltaf í fremstu röð við þróun uppskriftanna líta þeir ávallt til nýjustu vísindarannsókna viðurkenndra dýranæringarfræðinga.

Schieblehre_555x555px

Fyrsta skrefið í að búa til hágæðavörur er að vanda einstaklega vel til verka við val á hráefnum. Þess vegna notum við aðeins náttúruleg og holl hágæðahráefni í úrvals hunda- og kattafóðrið okkar. Við notum hvorki erfðabreytt hráefni, né hveiti, soja eða tilbúin litarefni, bragðefni eða rotvarnarefni. Þetta er tryggt í samningum okkar við birgja og við fylgjumst náið með þessari hlið á rannsóknarstofu okkar. Okkur er mjög mikilvægt að viðhalda traustu langtímasambandi við samstarfsaðila okkar til að tryggja að við getum mætt alltaf okkar eigin kröfum um framúrskarandi gæði.

Það segir sig sjálft að kjöthlutarnir sem við notum koma eingöngu af dýrum sem eru hæf til manneldis. Til að vernda villta fiskistofna fáum við laxinn í vörur okkar frá umhverfisvænum eldisstöðvum í Evrópu. Við bragðbætum svæðisbundin hráefni í framleiðslu á Josera Premium gæludýrafóðri vegna umhverfis- og gæðasjónarmiða.

Labor_555x555px

JOSERA ábyrgist fyrsta flokks gæði. Þess vegna er 100% af hráefninu skoðað og greint á rannsóknarstofu okkar áður en það fer í framleiðslu. Þetta er gert til að mæta ströngustu kröfum og  hæstu gæðastöðlum. Allar vörur sem við sendum frá okkur eru prófaðar einu sinni enn áður en þær yfirgefa framleiðsluna og við geymum sýni í 5 ár. Frá því fyrirtækið var stofnað höfum við aldrei stundað prófanir á dýrum við þróun gæludýrafóðursins okkar.

Matvælaefnafræðingar, líffræðingar og sérfræðingar á rannsóknarstofu vinna sameiginlega að því að tryggja þínu gæludýri framúrskarandi gæði. Með frábæru bragði, góðum meltanleika og þolanleika ásamt ýmsum gæðum fyrir húð og feld, hefur ferfætti vinur þinn raunverulegan ávinning af JOSERA vörunum. Til að standa undir þeirri fullyrðingu okkar að við séum fremst í gæðum, þá framkvæmum við hlutlausar tilraunir til viðbótar við skyldubundnar tilraunir yfirvalda. Josera Erbacher Service rannsóknarstofan er viðurkennd af DAkkS í samræmi við DIN EN ISO/IEC 17025. Löggildingin nær aðeins til þess sviðs löggildingar sem skráð er í viðauka D-PL-19819-01-00. Með löggildingu rannsóknarstofunar hafa rannsakendur formlega fengið vottun þess efnis að rannsóknarstofan uppfylli ströngustu alþjóðlegu gæðakröfur.

Ntakata-Mountains_555x555px

Í öllum daglegum athöfnum erum við alltaf meðvituð um ábyrgð gagnvart umhverfinu, náttúrunni, dýrum, mannfólki og komandi kynslóðum. Þess vegna höfum við sameinað allar hliðar sjálfbærni – efnahagslegar, vistfræðilegar og mannúðlegar – í eitt sérstakt markmið: að vera algjörlega kolefnishlutlaus fyrir árið 2020. Til að ná þessu markmiði felur sjálfbærniáætlun okkar í sér markmið um að jafna allra CO2-losun sem verður af völdum varanna okkar. Þess vegna styðjum við Ntakata Mountain-skógarvarðveisluverkefnið sem virkur samstarfsaðili í samstarfi við Carbon Tanzania og myclimate.

Til að umhverfisvinna okkar verði áfram sem best höldum við áfram að prófa öll okkar ferli og vörur sem hluti af umhverfis- og orkustjórnunarkerfinu okkar. Til dæmis draga orkuhagkvæm framleiðsla og umhverfisvænir flutningar á sjálfbæran hátt úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins okkar. Við höfum þegar hlotið fjölda verðlauna fyrir framferði okkar og skuldbindingar til að spara orku og draga úr losun koltvísýrings.

Árið 2018 varð JOSERA fyrsti gæludýrafóðursframleiðandinn til að gefa út sjálfbærniskýrslu. Þessi skýrsla uppfyllir staðla Global Reporting Initiative (GRI). JOSERA fjölskyldufyrirtækið ber þinn hag fyrir brjósti, enda stendur það fyrir holla næringu, sjálfbærni og verðvitund, sem og raunverulega gæðastjórnun. Það er loforð sem þú getur treyst!